Alís Yngvason
Parasambönd, fjölskyldu- og einstaklingmeðferð, áföll, sjálfsmildi, núvitund, streitustjórnun, kulnun, samskiptavandi og sjálfstyrking.
Netfang: alis@sjalfsmildi.is
Menntun og fyrri starfsreynsla
Iðjuþjálfi
Meistaranám í jákvæðri sálfræði frá Bucks University Englandi
Núvitundarkennari MBSR frá Institut für Aktsamkeit, Þýskalandi
Emotional Focused Couple Therapy (EFT)
Áfallafræði TRM
Diploma í Hugrænni Atferlis Meðferð (HAM)
Alís er menntaður iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri frá 2003 og hefur hún verið virk í sí- og endurmenntun síðan þá. Til dæmis stundaði hún diplómu nám í HAM frá Endurmenntun HÍ, lærði til núvitunarkennara (MBSR) og lauk mastersgráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún hefur sótt fjölda námskeiða m.a. í áfallameðferð, parameðferð, hugleiðslu og streitustjórnun auk annarra námskeiða á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda. Alís hefur starfað á ýmsum sviðum heilbrigðiskerfisins mest á sjúkrahúsum, bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur undanfarin ár starfað sjálfstætt sem meðferðaraðili og hefur mikla reynslu af að vinna með pörum, einstaklingum og fjölskyldum. Alís hefur einnig haldið fjölda námskeiða, meðal annars um sjálfsmildi, jákvæða sálfræði og núvitund.
Alís hefur sérhæft sig í meðferðarnálgun Susan M. Johnson „Emotionally Focused Couple Therapy“ sem er ein mest rannsakaða og viðurkenndasta hjóna- og parameðferð í heiminum í dag. Alís hefur auk þess lokið annari af tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Stig I) sem haldin voru af „The Trauma Resource Institute”. Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll og langvarandi streitu.
Hún sérhæfir sig einnig í einstaklingsviðtölum með sérstaka áherslu á áföll, sorgarferlið, streitustjórnun, sjálfstyrkingu, samskiptaörðuleika, kulnun, líkamleg og andleg veikindi af ýmsum toga.
Alís býður upp á viðtöl í Fjölheimum á Selfossi og í Reykjavík og eins býður hún upp á netviðtöl.
Áherlsur
Hjóna/parameðferð, áföll, sorgarferlið, streitustjórnun, sjálfstyrking, slökunar og meðferðardáleiðsla, samskiptaörðuleikar, kulnun, uppeldi og líkamleg og andleg veikind af ýmsum toga.