Þjónusta

Meðferð og ráðgjöf fyrir þig og þína

Við bjóðum ykkur velkomin til okkar í Sjálfsmildi í rólegt og afslappað umhverfi þar sem við leggjum okkur fram við að mæta hverjum og einum þar sem fólk er statt. Við nýtum áratuga reynslu af vinnu sem löggildir heilbrigðisstarfsmenn og sérhæfðir fjölskyldufræðingar í meðferðarvinnu.

Fjölskyldumeðferð miðar að því að auka skilning á eigin aðstæðum og annarra fjölskyldumeðlima eftir því sem við á og hjálpar fólki að koma auga á eigin bjargráð og virkja þau ásamt því að sýna sér mildi og auka lífsgæði sín.

Okkar markmið er þín vellíðan, við höfum áhuga á hvernig þér líður, hvað þú hugsar og áhrifin sem það hefur á þig. Forsenda breytinga og þroska er góður sjálfsskilningur og hugrekki til að viðurkenna og samþyggja eigin tilfinningar. Gott samtal og tilfinningalegur stuðningur er leið til betri sjálfsskilnings sem eykur sjálfstraust og andlega velferð. Einnig er það mikilvæg forsenda þess að skilja hvað aðrir eru að upplifa og meina.

Meðferðir

  • Í ástarsamböndum er mikilvægt að finna fyrir hlýju, öryggi og ánægju. Margir þættir stuðla að góðu og traustu sambandi.

    Pararáðgjöf felur í sér að skoða samskiptin, skoða ágreiningsmál og hvernig hægt er að leysa þau. Unnið er eftir gagnreyndum parameðferðum svo sem EFT (Emotional focused couples therapy) og aðferðum Gottman. Kenndar eru aðferðir til að leysa ágreining, minnka pirring og reiði og auka nánd og skilning.

  • Fjölskyldumeðferð er árangursríkt og gagnreynt meðferðarúrræði (Evidence-based practice) þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Meðferðin er fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga sem eiga í samskipa-og tengslavanda.

    Í fjölskyldumeðferð er litið svo á að fjölskyldan sé ein áhrifamesta eining þjóðfélagsins varðandi mótun og þroska einstaklinga. Hver fjölskylda er einstök og litið á hana sem eitt kerfi þar sem hver einstaklingur verður fyrir áhrifum af fjölskyldunni og fjölskyldan fyrir áhrifum af einstaklingum innan hennar. Unnið er m.a. útfrá formgerðar-tjáskipta- og tenglsakenningum.

    Aðferðum Gotman

    Lausnamiðuðum nálgunum

    Frásagnameðferð

    Acceptance and committment therapy (ACT)

    Tilfinningamiðaðri parameðferð (EFT)

    Samkenndarmeðferð (Self-Compassion therapy).

    Núvitund

    Dáleiðslu

    Áfallameðferð TRM

  • Einstaklingum er mætt þar sem þeir eru staddir hverju sinni. Unnið er meðal annars með kvíða, missi, depurð, streitu, kulnun, sorg, áfallastreitu, sjálfsmyndarvanda ásamt fleiru. Meðferðin gengur m.a. útá að greina vandann, skoða undirliggjandi tilfinningar og efla bjargráð. Setja mörk og auka vellíðan með gagnreyndum meðferðarúrræðum. Unnið er m.a. útfrá formgerðar-tjáskipta- og tenglsakenningum.

    Einstaklingsmeðferð getur verið skammtíma, þar sem áhersla er lögð á bráða- eða langtímavandamál þar sem unnið er með flóknari vandamál. Fjöldi viðtala og tíðni fer eftir aðstæðum hvers og eins og ráðleggingum meðferðaraðila.

    Acceptance and committment therapy (ACT)

    Tilfinningamiðuð parameðferð (EFT)

    Samkenndarmeðferð (SElf-Compassion therapy).

    Núvitund

    Dáleiðlsa

    Áfallafræði TRM

    Frásagnarmeðferð

    Lausnarmiðuð nálgun

  • Boðið er uppá dáleiðsluslökun sem róar og sefar taugakerfið. Einnig er boðið uppá meðferðardáleiðslu “Hugræn endurforritun”.

    Í meðferðardáleiðslu verða upplýsingar í undirvitundinni aðgengilegar og með hugrænni endurforritun er auðvelt að vinna með þær. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að jákvæðum breytingum innra með einstaklingnum. Nánar um hugræna endurforritun á https://daleidsla.is/hef

    Meðferðin byggir á:

    Ego State Therapy

    Subliminal Therapy

    Trauma Therapy

  • Fræðsla og skilningur á áhrifum áfalla. Úrvinnsla upplýsinga, eins og erfiðra minninga, hugsana og tilfinninga. Notuð er hugræn og líkamleg nálgun með áherslu á að auka álagsþol hjá þeim sem finna fyrir áfallalíðan. Unnið meðal annars með líkamann sem geymir öll okkar áföll. Slík hugmyndafræði hefur t.a.m. verið tengd við fræðimennina Peter A. Levine, Bessel van der Kolk og Elaine Miller-Karas, upphafsmaður TRM. – (Trauma Resilience Model).

    Samtalsmeðferð

    Dáleiðsla

    TRM áfallameðferð

    Öndun og núvitund

Trúnaður og réttindi skjólstæðings

Samkvæmt lögum og siðareglum er fjölskyldufræðingur bundinn trúnaði varðandi upplýsingar sem skjólstæðingur veitir. Fjölskyldufræðingur getur meðal annars ekki veitt öðrum aðila upplýsingar um skjólstæðing nema með skriflegu leyfi hans. Undantekningar á þessu trúnaðarákvæði eru þegar velferð barns, fatlaðs eða aldraðs einstaklings er í húfi, þá ber að tilkynna það viðeigandi fagaðilum.  Einnig ber að tilkynna þegar grunur leikur á að skjólstæðingur eða annar aðili sé líklegur til að valda sér eða öðrum skaða.

Afboðanir

Hjá Sjálfsmildi gilda reglur um 24 klst., fyrirvara á afboðunum. Ef skjólstæðingur missir af, afboðar eða breytir tímanum með minna er 24 klst. fyrirvara er hann ábyrgur fyrir greiðslu viðtals. Þessi regla á að vernda og virða fjölskyldufræðing og skjólstæðing. Erfitt er að bjóða öðrum tíma sem afboðaður er með minna en 24 klst. fyrirvara.  Með því að afboða með skemmri fyrirvara eða engum fyrirvara kemur skjólstæðingur í veg fyrir að aðrir geti nýtt tímann. Einnig skapar það tíma- og tekjutap fyrir meðferðaraðila. Skjólstæðingur getur afboðað tímann á bókunarsíðu okkar eða með því að senda tölvupóst (Sjá netföng á  heimasíðu). 

Með þökkum fyrir skilning um samvinnu.