Um okkur 

Sjálfsmildi- meðferð og ráðgjöf

Hjá Sjálfsmildi er boðið uppá ráðgjöf, fjölskyldumeðferð, hjóna/parameðferð, einstaklingsmeðferð, og meðferðardáleiðslu.

Stofnendur Sjálfsmildi eru Jónína Lóa Kristjánsdóttir og Ragnheiður Kristín Björnsdóttir löggildir hjúkrunarfræðingar og fjölskyldufræðingar. Jónína og Ragnheiður sem báðar búa á Selfossi hafa um árabil starfað hjá Lausninni fjölskyldu-og áfallamiðstöð í Reykjavík í meðferðarvinnu með einstaklinga, fjölskyldur, hjón og pör ásamt því að vinna hjá geðheilsuteymi heilbrigðisstofnunar. Í nóvember, 2023 opnuðu þær eigin stofu, Sjálfsmildi, á Selfossi.

Meðferðin er fyrir fjölskyldur, pör og einstaklinga sem eiga í samskipta- og tengslavanda, eiga í erfiðleikum með uppeldi barna og unglinga, búa við andleg eða líkamleg veikindi, þunglyndi, kvíða, ágreining af ýmsu tagi eða eru að takast á við sorg, áföll eða breytta fjölskylduhagi m.a. í kjölfar skilnaðar.

Sjálfsmildi er til húsa í Fjölheimum á Selfossi þar sem einnig starfar fjöldi sálfræðinga og meðferðaraðila. Einnig er boðið uppá fjarviðtöl.

Starfsfólk

Jónína Lóa Kristjánsdóttir

Parsambandið og einstaklingar. Áföll, streitustjórnun, kulnun. Samskiptavandi, barnauppeldi, sjálfstyrking, jákvætt hugarfar, slökunar - og meðferðardáleiðsla.

Ragnheiður Kr. Björnsdóttir

Parsambandið, fjölskyldu - og einstaklingsmeðferð. Samskiptavandi, sjalfstyrking, streitustjórnun, kulnun og áföll. Slökunar -og meðferðardáleiðsla

Alís Yngvason

Parasambönd, fjölskyldu- og einstaklingmeðferð, áföll, sjálfsmildi, núvitund, streitustjórnun, kulnun, samskiptavandi og sjálfstyrking.