Ragnheiður Kr. Björnsdóttir

Hjón/pör, fjölskyldur, einstaklingar, streita, kulnun, áföll, sjálfsstyrking, meðferðardáleiðsla.

Netfang: ragnheidur@sjálfsmildi.is

Menntun og fyrri starfsreynsla

  • Fjölskyldufræðingur 

  • Hjúkrunarfræðingur

  • Emotional Focused Couple Therapy (Módel I, II og III) 

  • Áfallafræði TRM (Módel I og II)

  • Meðferðardáleiðsla , Hugræn endurforritun, dáleiðslutæknir.

Ragnheiður er menntaður fjölskyldufræðingur, sem er gagnreynt meðferðarrúrræði á meistarastigi, frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún er hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur einnig lokið viðbótardiplómu í heilsugæsluhjúkrun, og opinberri stjórnsýslu á heilbrigðissviði frá Háskóla Íslands. Hún er menntaður sérfræðingur í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Hún hefur verið virk í símenntun á heilbrigðis- og félagsvísindasviði.

Ragnheiður hefur sérhæft sig í meðferðarnálgun dr. Susan M. Johnson ,,Emotional Focused Couple Therapy” sem er ein mest rannsakaða hjóna –og parameðferð í heimi. Ragnheiður hefur lokið öllum þremur stigum þeirrar þjálfunar og fóru tvö síðustu þeirra fram í Flórens á Ítalíu. Ragnheiður hefur mikla reynslu af að vinna með pörum, einstaklingum og fjölskyldum. Hún hefur einnig haldið fjölda uppeldisnámskeiða og námskeiða um kulnun í starfi og einkalífi.

Ragnheiður hefur auk þess lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – stig I og II) sem haldin voru af “The Trauma Resource Institute”. Aðferðarfræðin miðar að því að vinna með fólki sem hefur upplifað áföll, veikindi og langvarandi streitu.

Einnig hefur Ragnheiður reynslu og þekkingu af áföllum í fjölskyldum. Hún hefur víðtæka reynsu af vinnu með einstaklingum og fjölskyldum í ýmsum aðstæðum m.a. vegna ófrjósemisvanda, Einnig áratuga reynslu sem stjórnandi stofnunar þar sem unnið var með einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma og aðstandendum þeirra.

Ragnheiður er meðlimur í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð (FFFÍ)

Áherslur

Parsambandið - einstaklingar og fjölskyldur. Samskipti, áföll, andleg -og líkamleg veikindi, barnauppeldi, streita, kulnun. Sjálfstyrking, jákvætt hugarfar, núvitund, slökunar - og meðferðardáleiðsla ofl.